Þörf á breytingum
Vegakerfið hefur að stórum hluta verið fjármagnað með olíu- og bensíngjöldum sem greidd eru fyrir notkun dísil- og bensínbíla af vegakerfinu þegar dælt er á bílinn. Með fjölgun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem og sparneytnari bíla hafa þessar tekjur dregist verulega saman. Kerfið, sem var innleitt 1993, er að renna sitt skeið á enda og tekjur af því munu hverfa þegar orkuskiptum er náð. Fjármögnun vegasamgangna hefur því verið að veikjast á sama tíma og umferð hefur aukist. Því er nú þörf á nýju kerfi sem styður við fjármögnun greiðra og öruggra samgangna til framtíðar með sanngjörnum hætti.
Hvað hefur breyst á árinu 2024?
Í byrjun árs 2024 var tekið upp kílómetragjald fyrir notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbíla í flokki fólks- og sendibíla. Áður var ekki greitt fyrir notkun þessara bíla á vegunum. Gjaldið byggir á fjölda ekinna kílómetra og endurspeglar því betur raunverulega notkun á vegasamgöngum en olíu- og bensíngjöld. Það stuðlar að jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu. Vegna annarra gjalda og hærri orkukostnaðar verður engu að síður tvöfalt dýrara að reka bensínbíl en rafmagnsbíl. Því verður áfram verulegur ávinningur af orkuskiptum fyrir bifreiðaeigendur.
Hvað mun breytast árið 2025?
Árið 2025 er gert ráð fyrir að greitt verði kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja í staðinn fyrir olíu- og bensíngjöld. Þá verður greitt fyrir fjölda ekinna kílómetra á öllum bílum. Þungir bílar munu að auki greiða viðbótargjald sem miðast við þyngd, vegna þess álags sem þeir valda á vegunum. Fjármögnun vegasamgangna verður því óháð orkugjöfum og mun endurspegla betur álag á vegakerfið, sem gerir fjármögnunina sjálfbærari, til framtíðar litið. Kolefnisgjald verður uppfært og greitt fyrir losun CO2 hjá þeim bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta nýja kerfi byggir á að greitt sé fyrir raunverulega notkun á vegunum með sanngjörnum, einföldum og gagnsæjum hætti, til að tryggja trausta fjármögnun til framtíðar, samhliða orkuskiptum.
Bílflotinn verður sparneytari
Eyðsla yfir 7,5 ltr/100km
Eyðsla undir 7,5 ltr/100km
Frá 2006 hafa bensín- og dísilbílar orðið mun sparneytnari. Hlutfall fólksbílaflotans sem eyðir meira en 7,5 l/100 km hefur lækkað úr 93% í 32%.
Aukið álag kallar á trausta fjármögnun
Álag á vegakerfið hefur aukist um 37% á tæplega tveimur áratugum. Árið 2023 voru eknir 4,02 milljarðar kílómetra á vegum landsins, samanborið við 2,94 milljarða 2006 enda hefur bílum á vegum landsins fjölgað um 44% á þessum árum. Með vaxandi álagi á vegina hefur þörfin fyrir viðhald og uppbyggingu aukist. Það kallar á trausta fjármögnun sem endurspeglar betur raunverulega notkun.
Umferð hefur aukist á vegum landsins
Kerfi sem rennur sitt skeið á enda
Frá 2006 til 2023 hafa meðalgjöld af hverjum eknum kílómetra fyrir notkun vegakerfisins lækkað um 43%, úr 12,2 krónum á kílómetra í 7 krónur. Þessi lækkun er að mestu vegna þess að bílaflotinn hefur orðið sparneytnari og hafa stjórnvöld stutt við þessa þróun með því að viðhalda óbreyttu kerfi. Haldi þessi þróun áfram mun það veikja grundvöll fjármögnunar greiðra og öruggra vega þar sem tekjur af þeim hafa lækkað samhliða.
Minna er greitt fyrir notkun vega
Sanngjarnt
Í samræmi við raunverulega notkun
Framtíð
Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun
Einfalt og gagnsætt
Einfalt og notendavænt kerfi
Þörf er á nýju kerfi sem getur stutt við fjármögnun greiðra og öruggra vega til framtíðar. Í nýju kerfi verður greitt fyrir notkun veganna með kílómetragjaldi og greitt fyrir losun með uppfærðu kolefnisgjaldi.
Vegakerfið hefur að stórum hluta verið fjármagnað með olíu- og bensíngjöldum sem greidd eru fyrir notkun dísil- og bensínbíla af vegakerfinu þegar dælt er á bílinn. Tekjur af þessum gjöldum hafa dregist saman um 43% frá 2006 fyrir hvern ekinn kílómetra. Það er vegna þess að með jákvæðri tækniþróun hafa bílar orðið sparneytnari sem hefur leitt til þess að nú er hægt að fara fleiri kílómetra á færri lítrum. Þess vegna er greitt er minna fyrir notkun veganna þrátt fyrir að ekið sé meira. Með áframhaldandi orkuskiptum er ljóst að tekjur sem byggja á notkun jarðefnaeldsneytis munu fjara út.
Í nýju kerfi verður greitt fyrir notkun veganna með sanngjarnari hætti en verið hefur, þar sem notkun verður miðuð við ekna kílómetra en ekki eldsneytisnotkun. Að sama skapi verður greitt fyrir losun CO2 með uppfærðu kolefnisgjaldi sem skapar hvata til orkuskipta.
Ef þú ert skráður eigandi eða umráðamaður ökutækis þarftu að skila inn upplýsingum um kílómetrastöðu að minnsta kosti einu sinni á ári. Það er gert inn á island.is og einnig þegar farið er með bílinn í bifreiðaskoðun. Í framhaldi muntu greiða kílómetragjald mánaðarlega eins og t.d. rafmagnsreikninginn.
Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi á Alþingi er gert ráð fyrir að kílómetragjald fólksbíla, eða bíla sem eru 3,5 tonn og minna að heildarþyngd, verði 6,70 kr. á hvern ekinn kílómetra óháð orkugjafa.
Fjárhæð kílómetragjalds miðast við að kostnaður við rekstur meðalbensínsbíls, sem eyðir 7,5 l/100 km og er ekið er 14 þúsund km. á ári verði sá sami árið 2025 og hann er árið 2024.
Ökutæki sem eru meira en 3,5 tonn að heildarþyngd munu greiða í samræmi við heildarþyngd, þar sem gjaldið er stigvaxandi. Hér að neðan má sjá verðskrá fyrir alla þyngdarflokka:
Já, fjárhæð kílómetragjalds er stighækkandi með aukinni heildarþyngd umfram 3,5 tonn vegna þess að þungir bílar valda meira niðurbroti og sliti á vegum.
Álag ökutækja á niðurbrot og slit vega eykst í veldisvexti með aukinni heildarþyngd. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig 1 ferð á bíl með 10 tonna öxulþunga jafngildir 10.000 ferðum á bíl þar sem öxulþunginn er 1 tonn. Það þýðir að ökutæki sem er 10 sinnum þyngra veldur 10.000 sinnum meira álagi. Því er verulegur munur á því álagi sem 2ja og 20 tonna bifreið veldur en að sama skapi er munurinn óverulegur á milli 2ja og 3ja tonna fólksbifreiðar í stóra samhenginu.
Kostnaður við vegakerfið kemur þó ekki aðeins til af niðurbroti og sliti vega. Aðrir þættir vega einnig þungt. Til dæmis bygging nýrra vegainnviða, þjónusta eins og snjómokstur, löggæsla, heilsugæsla og ýmislegt fleira. Allt þetta þarf að vera til staðar til að tryggja greiðar og öruggar vegasamgöngur um allt land, óháð þyngd bílsins. Sjá mynd hér að neðan.
Að teknu tilliti til bæði niðurbrots og slits vega sem ökutæki valda og kostnaðar við uppbyggingu og reksturs vega hefur því verið útfærð gjaldskrá fyrir kílómetragjald sem tekur mið af þyngdarflokkum. Á henni má sjá að fólksbíllinn greiðir 6,70 krónur á kílómetra en þyngstu bílarnir 43,90 krónur.
Það er vegna þess að munurinn á þeim sem kostnaði sem verður til með notkun þessar tveggja gerða fólksbíla er óverulegur.
Í svari við spurningunni „Er samhengi á milli kílómetragjalds og þyngdar ökutækja?“ sem er hér að ofan er farið vel yfir samhengi á milli kílómetragjalds og heildarþyngdar ökutækja. Þar er meðal annars eftirfarandi skýringarmynd sem sýnir hvernig kostnaður við uppbyggingu og rekstur vega dreifist í samræmi við heildarþyngd ökutækja:
Þarna má sjá að verulegur munur er á kostnaði vegna 2ja og 18 tonna bifreiðar en að sama skapi er munurinn óverulegur á milli 2ja og 3ja tonna fólksbifreiðar í stóra samhenginu. Til að setja þetta í samhengi er dæmigerður smábíll er um 1,6 tonn að heildarþyngd og dæmigerður jeppi um 2,8 tonn. Stórir pallbílar sem eru bæði notaðir sem heimilisbílar og í atvinnurekstri eru hins vegar um 5,5 tonn að heildarþyngd og greiða því hærra kílómetragjald í samræmi við verðskrá.
Kílómetragjald fyrir bifhjól verður 4 krónur sem er um 40% lægra en kílómetragjaldi fólksbíla. Víðast hvar í Evrópu greiða bifhjól lægri gjöld fyrir notkun vega en bílar. Það er meðal annars vegna þess að bifhjól eru skráð í annan flokk í bifreiðaskrá auk þess sem þau eru umtalsvert léttari en léttustu bílarnir. Því þykir sanngjarnt að bifhjól greiði lægra gjald.
Já, greitt verður kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja á vegum landsins.
Bílaleigur munu þurfa að greiða kílómetragjald samkvæmt aflestri eða daggjald af útleigu bifreiða.
Ferðafólk sem kemur hingað til lands með sínar eigin bifreiðar mun þurfa að greiða fast akstursgjald fyrir það tímabil sem það dvelur hér á landi.
Það verður áfram töluverður fjárhagslegur ávinningur af því að vera á rafmagnsbíl fremur en bensínbíl.
Kílómetragjald af notkun vega verður 6,70 kr., óháð orkugjafa, en bensín og dísilbílar munu greiða uppfært kolefnisgjald ofan á það fyrir losun CO2. Jafnframt er bensín og dísilolía dýrari orkugjafi en rafmagn.
Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð á helstu kostnaðarliðum vegna meðal bensínbíls, sem eyðir 7,5 l/100 km, og rafmagnsbíls árið 2025 miðað við að báðum sé ekið 14 þúsund km á ári.
Nei, ekki þarf að greiða kílómetragjald fyrir akstur erlendis.
Sýna þarf fram á að ökutækið hafi verið í notkun erlendis, t.a.m. út frá bókunarupplýsingum eða farmskjölum. Skrá þarf kílómetrastöðu ökutækis bæði við brottför og komu til landsins og óska eftir frádrætti hjá Skattinum vegna aksturs erlendis.
Nei, landbúnaðartæki og vinnuvélar sem aðallega eru notuð utan opinberra vega greiða ekki kílómetragjald.
Aðeins ökutæki sem eru bæði skráningar- og skoðunarskyld þurfa að greiða kílómetragjald. Í reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja eru eftirtalin ökutæki undanþegin skoðunarskyldu og greiða því ekki kílómetragjald:
- dráttarvél sem hönnuð er til aksturs 40 km á klst. eða minna,
- dráttarvél sem hönnuð er til aksturs yfir 40 km á klst. og er aðallega notuð utan opinberra vega,
- torfærutæki,
- vinnuvél,
- eftirvagn dráttarvélar I, II, III og IV (R1, R2, R3 og R4) sem hannaður er til aksturs 40 km á klst. eða minna og eftirvagn dráttarvélar sem er nær eingöngu notaður utan opinberra vega,
- ökutæki sem hefur verið afskráð eða skráð úr umferð.
- rafknúið dráttartæki.