Hvað er kíló­metra­gjald?

Gjald sem kemur í stað olíu-og bensíngjalda

Kílómetragjald er gjald sem er greitt fyrir hvern ekinn kílómetra og kemur í stað olíu- og bensíngjalda sem falla þá niður. Með kílómetragjaldi verður því greitt fyrir raunverulega notkun veganna, þar sem er miðað við ekna kílómetra í stað eldsneytisnotkun.

Kílómetragjald var tekið upp fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla árið 2024 og stefnt er að því að aðrir bílar fylgi eftir árið 2026.

Vegir okkar allra

Vegir okkar allra er upplýsingavefur um innleiðingu nýs samræmds kerfis gjaldtöku fyrir notkun vegasamgangna sem Verkefnastofa um tekjur af ökutækjum og umferð leiðir fyrir hönd þriggja ráðuneyta. Verkefnastofan heyrir formlega undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en að henni standa einnig innviðaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Á vefnum er stuðst við gögn frá: Samgöngustofu, Hagstofu Íslands, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Vegagerðinni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.