Gjald sem kemur í stað olíu-og bensíngjalda
Kílómetragjald er gjald sem er greitt fyrir hvern ekinn kílómetra og kemur í stað olíu- og bensíngjalda sem falla þá niður. Með kílómetragjaldi verður því greitt fyrir raunverulega notkun veganna, þar sem er miðað við ekna kílómetra í stað eldsneytisnotkun.
Kílómetragjald var tekið upp fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla árið 2024 og stefnt er að því að aðrir bílar fylgi eftir árið 2026.