Í nýju kerfi er kílómetragjald greitt fyrir notkun vega í stað olíu- og bensíngjalda sem falla niður. Það miðast við síðustu tvær skráðar kílómetrastöður. Kannaðu þína kílómetrastöðu eða bættu við skráningu. Það tekur enga stund.

Síðan þarf bara að skrá klílómetrastöðu einu sinni á ári, þegar bílinn fer í skoðun eða á island.is.

Svipaður rekstrarkostnaður fyrir fólksbíla

Svipaður rekstrarkostnaður fyrir fólksbíla

Fyrir meðalbílinn er rekstrarkostnaðurinn svipaður og í gamla kerfinu.

Kílómetragjaldið og landsbyggðin

Kílómetragjaldið og landsbyggðin

Á landsbyggðinni er að jafnaði greitt minna í nýja kerfinu fyrir sama akstur en í því gamla.

Lækkun á dæluverði olíu og bensíns

Lækkun á dæluverði olíu og bensíns

Dæluverð lækkar þar sem olíu- og bensínsgjöld falla niður í staðinn fyrir kílómetragjald og uppfært kolefnisgjald. 

Áhrif á tekjulægri hópa

Áhrif á tekjulægri hópa

Tekjulægri hópar greiða að jafnaði minna í nýja kerfinu en í gamla kerfinu fyrir sama akstur. 

Óbreyttur kostnaður fyrir meðalbensínbíl

Fólksbílar og bílar undir 3,5 tonn greiða 6,95 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Sú fjárhæð byggir á að opinber gjöld fyrir meðalbensínbíl verði þau sömu fyrir og eftir breytingar.

Allir bílar í sama þyngdarflokki munu greiða sama gjald fyrir hvernig kílómetra. Því mun kostnaður lækka hjá sumum en hækka hjá öðrum, en að meðaltali verða sá sami. 

Meðalbensínbíll

Fólksbíll  ·  Bensín  ·  7,5 ltr/100km  ·  14 þús km. á ári  ·  Með VSK  ·  Með íblöndun

Nýja kerfið 2026

Gamla kerfið 2026

kr. á mánuði

0 kr.

5þ kr.

10þ kr.

15þ kr.

20þ kr.

25þ kr.

30þ kr.

26.580 kr.
28.244 kr.
Gjald fyrir notkun (kílómetragjald)
Gjald fyrir notkun (bensíngjald)
Gjald fyrir losun
Virðisaukaskattur
Orkukostnaður

Með kílómetragjaldi verður greitt fyrir raunverulega notkun veganna, þar sem er miðað við ekna kílómetra í stað eldsneytiseyðslu. Með þessu móti verður notkun á vegunum ekki lengur bundin við orkugjafa. Í gamla kerfinu greiddu eldri bílar meira og þyngri bílar ekki samræmi við álagið sem þeir valda. Þannig tryggir kílómetragjald sanngjarnari gjaldtöku til framtíðar og aðlögun vegna mögulegrar tækniþróunar.

Á sama tíma tryggir uppfært kolefnisgjald að ávallt verður hagstæðara að aka um á vistvænum bílum.

Til að tryggja fjármögnun sem getur staðið undir uppbyggingu og viðhaldi öruggra og greiðra vega um allt land til framtíðar.

  • Gamla kerfið er úrelt og mun ekki tryggja fjármögnun vegakerfisins til framtíðar. Það miðast við að allir bílar gangi fyrir bensíni eða dísil og eyði umtalsvert. Það hefur ekki aðlagast fjölgun sparneytnari bíla og með orkuskiptum mun það renna sitt skeið á enda.
  • Gjöld fyrir notkun vega (olíu- og bensíngjöld auk almenns kílómetragjalds á vörubíla) skiluðu 7 kr. af hverjum eknum kílómetra árið 2023 sem er 43% minna en árið 2006 þegar þau skiluðu 12,2 kr./km.
  • Með nýju kerfi verður komið á stöðugleika á tekjur ríkissjóðs af gjöldum fyrir notkun vega til framtíðar.

Greitt fyrir notkun vega: Kílómetragjald kemur í stað olíu- og bensíngjalda sem falla niður.

  • Notkun vega miðast við fjölda ekinna kílómetra í stað eldsneytisnotkunar.
  • Allir bílar í sama þyngdarflokki greiða sama gjald óháð orkugjafa.
  • Kílómetragjald verður greitt mánaðarlega í samræmi notkun sem miðast við árlega skráningu kílómetrastöðu á Ísland.is eða við skoðun.
  • Dæluverð dísilolíu og bensíns mun lækka þegar olíu- og bensíngjöld falla niður.

Greitt fyrir losun CO2: Kolefnisgjald verður uppfært.

  • Kolefnisgjald skapar hvata til orkuskipta og tryggir að alltaf verður ódýrast að vera á bíl sem losar ekki CO2.
  • Kolefnisgjald hvetur einnig til notkunar sparneytnari bíla.
  • Kolefnisgjald verður uppfært og tekur mið af alþjóðlegri verðlagningu kolefniseininga.
  • Uppfært kolefnisgjald verður áfram hluti af dæluverði.

Þetta er kerfisbreyting sem miðar við að opinber gjöld vegna meðalbensínbíls hækki ekki.

  • 6,95 kr. fjárhæð kílómetragjalds byggir á að opinber gjöld vegna meðalbensínbíls verði ekki hærri í nýju kerfi 2026 en í óbreyttu kerfi.
  • Allir bílar í sama þyngdarflokki munu greiða sama gjald fyrir hvern kílómetra. Í gamla kerfinu greiddu allir bílar eftir eldsneytisnotkun sem endurspeglaði ekki endilega notkun vega. Það leiddi til þess að bílar af sömu þyngd en ólíka eyðslu mikið greiddu mismikið þrátt fyrir að vera ekið jafn marga kílómetra. Í nýja kerfinu er greitt með skýrum hætti fyrir hvern ekinn kílómetra og því greiða allir bílar af sömu þyngd jafn mikið.

Kílómetragjald er greitt mánaðarlega með svipuðum hætti og fyrir rafmagnsnotkun og aðrar veitur.

  • Það miðast við meðalakstur á mánuði sem áætlaður er út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu.
  • Umráðamenn bíla hvattir til að kynna sér kílómetraskráningu síns ökutækis á Ísland.is fyrir 20. Janúar 2026 og bæta við skráningu ef aðeins ein er til staðar á síðustu 12 mánuðum. Þannig er tryggt að kílómetragjald endurspegli raunverulegan akstur á bílnum.

Kílómetrastöðu ökutækis þarf að skrá einu sinni á ári.

  • Það er gert þegar farið er með bílinn í skoðun eða inni á island.is.
  • Kílómetragjald miðast við meðalakstur á mánuði sem áætlaður er út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu.
  • Flestir bílar eru nú þegar komnir með að minnsta kosti tvær skráningar þar sem kílómetrastaða hefur verið skráð við bifreiðaskoðun og við eigendaskipti.
  • Umráðamenn bíla eru hvattir til að kynna sér kílómetraskráningu síns ökutækis á Ísland.is fyrir 20. Janúar 2026 og bæta við skráningu ef aðeins ein er til staðar á síðustu 12 mánuðum. Þannig er tryggt að kílómetragjald endurspegli raunverulegan akstur á bílnum.
  • Á island.is er hægt sjá aksturssögu ökutækja og uppfæra kílómetraskráningu á 30 daga fresti til að fá nákvæmari skráningu á akstri.

Já, dæluverð mun í heildina lækka.

  • Olíu- og bensíngjöld munu falla niður og dæluverð mun lækka til samræmis.
  • Uppfært kolefnisgjald verður hærra en áður og vegur því á móti lækkuninni.
  • Hversu mikil lækkunin verður ræðst af hlutfalli vistvænna íblöndunarefna í eldsneyti. Hluti þessara íblöndunarefna af hverjum lítra hefur hvorki borið kolefnisgjald né olíu- eða bensíngjöld.

Hvað eru íblöndunarefni og hvað áhrif hafa þau á dæluverð?

  • Til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum hefur frá árinu 2014 verið gerð krafa um ákveðið hlutfall eldsneytis á bíla sé endurnýjanlegt eldsneyti, svokölluð íblöndunarefni.
  • Söluaðilum eldsneytis hefur því verið skylt samkvæmt lögum að tryggja að minnst 5% af heildarorkugildi eldsneytis í vegasamgöngum sé endurnýjanlegt eldsneyti.
  • Söluaðilar eldsneytis hafa því blandað bílaeldsneyti með eldsneyti sem veldur minni losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Það þýðir að þegar bensín eða dísilolía sem keypt hefur verið á dælu hefur ekki verið 100% jarðefnaeldsneyti.

Olíu- og bensíngjöld hafa ekki lagst á íblöndunarefni

  • Olíu- og bensíngjöld, sem falla niður 1. Janúar 2026, hafa eingöngu verið lögð á þann hluta bílaeldsneytis sem telst hreint jarðefnaeldsneyti, það er hreint bensín og dísilolíu.
  • Lítri af bensíni á dælu með 10% íblöndun hefur því aðeins borið bensíngjöld á 90% af lítranum, það er þeim hluta sem hefur verið hreint bensín.
  • Þegar olíu- og bensíngjöld falla niður mun lækkun dæluverðs á eldsneyti því verða í hlutfalli við hversu hátt hlutfall eldsneytisins er hreint jarðefnaeldsneyti.

Möguleg áhrif á dæluverð bensíns

  • Árið 2025 eru bensíngjöld og kolefnisgjald (með virðisaukaskatti) samanlagt 134,9 kr./lítra miðað við 100% jarðefnaeldsneyti. Hlutur þeirra í lítraverði hefur svo farið eftir því hversu hátt hlutfall íblöndunar er í eldsneytinu.
  • 1. janúar 2026 falla bensíngjöld niður og þá stendur eftir kolefnisgjald að fjárhæð 30,1 kr./lítra (með virðisaukaskatti).
  • Miðað við bensínverð 279,7 kr./lítra og gjaldtöku árið 2025 má áætla að 1. Janúar 2026 geti bensínverð lækkað um 89,1–104,8 kr./lítra miðað við íblöndun á bilinu 0–15%. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og orkustofnun nam íblöndun í bensíni um 10% að meðaltali á tímabilinu janúar til október 2025.

Möguleg áhrif á dæluverð dísilolíu

  • Árið 2025 er olíugjald og kolefnisgjald (með virðisaukaskatti) samanlagt 122,4 kr./lítra miðað við 100% jarðefnaeldsneyti. Hlutur þeirra í lítraverði hefur svo farið eftir því hversu hátt hlutfall íblöndunar er í eldsneytinu.
  • 1. janúar 2026 fellur olíugjald niður og þá stendur eftir kolefnisgjald að fjárhæð 35,1 kr./lítra (með virðisaukaskatti).
  • Miðað við dísilverð 292,7 kr./lítra og gjaldtöku árið 2025 má áætla að 1. Janúar 2026 geti verð á dísilolíu lækkað um 74,2–87,3 kr./lítra miðað við íblöndun á bilinu 0–15%. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og orkustofnun nam íblöndun í bensíni um 10% að meðaltali á tímabilinu janúar til október 2025.

Ökumenn á landsbyggðinni munu að jafnaði greiða minna í nýja kerfinu en í gamla kerfinu fyrir sama akstur.

  • Bílar á landsbyggðinni eru almennt stærri og eyðslumeiri, sem væntanlega er vegna meira krefjandi aðstæðna en á höfuðborgarsvæðinu.
  • Í gamla kerfinu er greitt meira fyrir notkun eyðslumeiri bíla á vegunum sem eru algengari á landsbyggðinni en sparneytnari bíla sem eru algengari á höfuðborgarsvæðinu.
  • Í nýja kerfinu er þetta leiðrétt og sama gjald verður greitt fyrir veganotkun allra bíla í sama þyngdarflokki. Því mun kostnaður á svæðum þar sem eyðslumeiri bílar eru algengari lækka að jafnaði.
  • Áhrifin á hvern og einn fara þó alltaf eftir eldsneytisnotkun hvers bíls og hversu mikið honum er ekið.

Tekjulægri hópar munu að jafnaði greiða minna í nýja kerfinu en í gamla kerfinu fyrir sama akstur.

  • Tekjulægri hópar eru almennt á eldri og eyðslumeiri bílum.
    Í gamla kerfinu er greitt meira fyrir notkun eldri og eyðslumeiri bíla á vegunum en nýrri og sparneytnari bíla.
  • Í nýja kerfinu er þetta leiðrétt og sama gjald verður greitt fyrir notkun allra bíla í sama þyngdarflokki. Því mun kostnaður þeirra sem eru á eldri og eyðslumeiri bílum lækka að jafnaði.
  • Áhrifin á hvern og einn fara þó alltaf eftir eldsneytisnotkun hvers bíls og hversu mikið honum er ekið.

Já, gjaldskrá kílómetragjalds er sett upp í 29 þyngdarþrepum. Þungir flutningabílar sem eru allt að 32 tonn og vagnlestar sem eru allt að 49 tonn greiða mest en fjölskyldubílar sem eru undir 3,5 tonn minnst.

  • Gjaldskrá kílómetragjalds er sett fram með 29 þyngdarflokkum sem gerir ráð fyrir að fólksbílar greiði 6,95 krónur á kílómetra en þyngstu bílarnir 45,17 krónur.
  • Vagnlestir geta almennt verið allt að 44 tonn, en allt að 49 tonn á ákveðnum vegum með undanþágu frá Vegagerðinni. Vagnlest samanstendur af flutningabíl og eftirvagni og er greitt kílómetragjald fyrir hvort um sig í samræmi við þyngdarflokk í gjaldskrá.
  • Horft er til þess að gjaldskrá kílómetragjalds taki sem best mið af kostnaði við upp- byggingu og rekstur vega í samræmi við heildarþyngd ökutækja, en á sama tíma að kerfið sé einfalt (sjá mynd).
  • Gjaldskráin tekur annars vegar tillit til ákveðins grunnkostnaðar sem dreifist nokkuð jafnt á alla bíla óháð þyngd og hins vegar kostnaðar vegna slits og niðurbrots vega sem eykst í fjórða veldi eftir þyngd (sjá mynd).
  • Það er því lítill munur á þeim kostnaði sem notkun 2 tonna fólksbíls og 3 tonna veldur. Aftur á móti er verulegaur munur á kostnaði sem 20 tonna ökutæki veldur í samanburði við 2 og 3 tonna fólksbíla.
  • Bílar sem almenningur notar jafnan til að komast leiðar sinnar eru almennt léttari en 3,5 tonn. Þetta eru léttustu bílarnir á vegunum og greiða því lægsta kílómetragjaldið.
  • Þungir bílar, sem eru frá 3,5 tonnum að heildarþyngd greiða stigvaxandi kílómetragjald eftir þyngdarflokkum. Þetta eru allt frá stórum amerískum pallbílum og upp í rútur og vörubíla með tengivagn sem eru allt að 49 tonn.

Já, það hvetur til orkuskipta því það tryggir að það verður ávallt minnstur kostnaður við að reka rafmagnsbíl.

  • Grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður um 13.850 kr. lægri á mánuði (um 166 þ.kr. á ári) en hjá sambærilegum bensínbíl.
  • Dísil- og bensínbílar greiða uppfært kolefnisgjald.
  • Lægri kostnaður vegna rafmagnsbíls skýrist af því að ekki er greitt kolefnisgjald auk þess að bifreiðagjald og virðisaukaskattur er lægri. Þá vegur einnig þungt að raforka er mun ódýrari orkugjafi en bensín.

Gjaldskrá kílómetragjalds er með 29 þyngdarflokkum og hækkar gjaldið með vaxandi heildarþyngd ökutækja.

  • Flutningabílar með tengivagn greiða annars vegar gjald fyrir heildarþyngd bílsins og hins vegar gjald fyrir heildarþyngd tengivagnsins.

Já, kílómetragjald fyrir bifhjól verður 40% lægra en kílómetragjald fólksbíla, eða 4,15 kr./km.

Já, greitt verður kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja á vegum landsins.

  • Bílaleigur munu þurfa að greiða kílómetragjald samkvæmt aflestri eða daggjald af útleigu bifreiða. 
  • Ferðafólk sem kemur hingað til lands með sínar eigin bifreiðar mun þurfa að greiða fast akstursgjald fyrir það tímabil sem það dvelur hér á landi. 

Nei, ekki þarf að greiða kílómetragjald fyrir akstur erlendis.

  • Sýna þarf fram á að ökutækið hafi verið í notkun erlendis, t.a.m. út frá bókunarupplýsingum eða farmskjölum.
  • Skrá þarf kílómetrastöðu ökutækis bæði við brottför og komu til landsins og óska eftir frádrætti hjá Skattinum vegna aksturs erlendis.

Nei, landbúnaðartæki og vinnuvélar sem aðallega eru notuð utan opinberra vega greiða ekki kílómetragjald.

  • Aðeins ökutæki sem eru bæði skráningar- og skoðunarskyld þurfa að greiða kílómetragjald.
  • Eftirtalin ökutæki eru undanþegin skoðunarskyldu og greiða því ekki kílómetragjald: dráttarvél sem hönnuð er til aksturs 40 km á klst. eða minna; dráttarvél sem hönnuð er til aksturs yfir 40 km á klst. og er aðallega notuð utan opinberra vega; torfærutæki; vinnuvél; eftirvagn dráttarvélar I, II, III og IV (R1, R2, R3 og R4) sem hannaður er til aksturs 40 km á klst. eða minna og eftirvagn dráttarvélar sem er nær eingöngu notaður utan opinberra vega; ökutæki sem hefur verið afskráð eða skráð úr umferð; rafknúið dráttartæki.

Ekki verður kílómetrgjald fyrir notkun eftirvagna sem eru undir 3,5 tonnum.

  • Ekki verður kílómetragjald af eftirvögnum sem eru undir 3,5 tonn að heildarþyngd. Flestir tjaldavagnar, fellihýsi, hjólhýsi og litlar kerrur sem notaðar eru af almenningi falla undir þennan flokk.

Kílómetragjald fyrir þunga eftirvagna verður innleitt áföngum

  • Fyrir notkun eftirvagna sem eru 3,5 að 10 tonnum að heildarþyngd verður ekki greitt kílómetragjald árið 2026.  Árið 2027 verður 80% kílómetragjald fyrir notkun þeirra og frá og með árinu 2028 fullt gjald.
  • Fyrir notkun eftirvagna sem eru 10 tonn og þyngri að heildarþyngd verður greitt 60% kílómetragjald árið 2026. Árið 2027 verður 80% kílómetragjald fyrir notkun þeirra og frá og með árinu 2028 fullt gjald.
  • Kílómetragjald eftirvagna er í samræmi við gjaldskrá kílómetragjalds og miðast við heildarþyngd þeirra. Kílómetragjald vagnlestar er þá samtala (summa) annars vegar kílómetragjalds ökutækisins sem dregur og hins vegar eftirvagnsins.

Já, samkvæmt lögum er gert ráð fyrir akstursmælar séu notaðir til að mæla akstur bíla og leggja á gjöld.

  • Fyrir hefðbundna fólksbíla þarf akstursmælir þeirra að vera virkur. Við skráningu bíla og við bifreiðaskoðun er haft eftirlit með virkni akstursmæla.
  • Fyrir notkun þungra ökutækja verður greitt kílómetragjald samkvæmt löggiltum virkum akstursmæli (ökurita).

Já, ekki þarf lengur að vera með litaða olíu.

Vegir okkar allra

Vegir okkar allra er upplýsingavefur um innleiðingu nýs samræmds kerfis gjaldtöku fyrir notkun vegasamgangna sem Verkefnastofa um tekjur af ökutækjum og umferð leiðir fyrir hönd þriggja ráðuneyta. Verkefnastofan heyrir formlega undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en að henni standa einnig innviðaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Á vefnum er stuðst við gögn frá: Samgöngustofu, Hagstofu Íslands, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Vegagerðinni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.