Akstur um allt land
Það er óhætt að segja að Íslendingar séu mikil bílaþjóð, enda er bílaeign hér á landi með því mesta á heimsvísu. Samkvæmt gögnum alþjóðlegum samtökum bílframleiðenda (ACEA) situr Ísland til að mynda í 9. sæti á lista yfir hvar bifreiðaeign er almennust í heiminum, það er að segja ef frá eru talin smáríki á borð við Mónakó. Önnur lönd sem eru ofarlega eru Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Kanada og Ítalía sem eiga það öll sammerkt að vegalendir eru miklar og efnahagsleg hagsæld er vel ofan meðaltals. Þrátt fyrir að þær vegalengdir sem landsmenn aka séu mislangar og samgöngumátar ólíkir, eru greiðar og öruggar samgöngur forsenda lífsgæða um land allt.
Vegir okkar allra
Vegir okkar allra er upplýsingavefur um innleiðingu nýs samræmds kerfis gjaldtöku fyrir notkun vegasamgangna sem Verkefnastofa um tekjur af ökutækjum og umferð leiðir fyrir hönd þriggja ráðuneyta. Verkefnastofan heyrir formlega undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en að henni standa einnig innviðaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Á vefnum er stuðst við gögn frá: Samgöngustofu, Hagstofu Íslands, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Vegagerðinni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.