11. desember, 2023

Áskoranir í orkuskiptum

Áskoranir í orkuskiptum

Íslensk stjórnvöld hafa sett það metnaðarfulla markmið að orkuskiptum verði náð hér á landi árið 2040 en það ár er stefnt að því að íslenskt samfélag verð óháð jarðefnaeldsneyti. Ísland er ekki eitt á þessari vegferð og eru önnur ríki einnig langt komin í orkuskiptum.. Ísland stendur framarlega í þessari þróun og er í góðu færi að verða meðal fyrstu ríkja til að hætta alveg notkun jarðefnaeldsneytis og vera þannig fyrirmyndar í alþjóðlegu samhengi loftslagsmála.

Orkuskipti í vegsamgöngum hafa farið hratt af staða á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Til marks um það hefur hlutfall rafmagnbíla af fólksbílaflota landsmanna farið úr minna en einu prósenti í 9% á fimm árum. Þrátt fyrir þetta er langur vegur að því að fullum orkuskiptum verði náð og ýmsar áskoranir sem mæta þarf á leiðinni. Markmiðið er metnaðarfullt og tíminn knappur. Hér verður farið yfir nokkrar af þeim áskorunum sem takast þarf á við á næstu árum.

Vegir okkar allra

Vegir okkar allra er upplýsingavefur um innleiðingu nýs samræmds kerfis gjaldtöku fyrir notkun vegasamgangna sem Verkefnastofa um tekjur af ökutækjum og umferð leiðir fyrir hönd þriggja ráðuneyta. Verkefnastofan heyrir formlega undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en að henni standa einnig innviðaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Á vefnum er stuðst við gögn frá: Samgöngustofu, Hagstofu Íslands, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Vegagerðinni og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skrá km stöðu